Myndir Hörpu
 
 
Gönguferð að Glym í Botnsdal 15. maí 2010

 
Það var bjart og fallegt þennan dag svo sást vel út Hvalfjörðinn - endann á Þyrli, Þyrilsnes, Geirshólma og meira að segja í Akrafjallið! 
Við Atli fundum ekki stíginn rétta svo við paufuðumst nánast meðfram Botnsánni, austan megin, upp og niður gilskorninga en hittum Mána fljótlega, sem kom hinum megin frá og fór yfir brúna, til okkar. Máni sést lengst til hægri, á útsýnisstaðnum (eina staðnum þar sem hægt er að sjá allan fossinn). Við útsýnisstaðinn er þessi skemmtilegi steinböllur :)

Skemmtilegi steinböllurinn í meiri nánd ...

 

Ég er ekki góður landslagsljósmyndari ... en kann ekki við annað en hafa eina mynd af fossinum úr því takmark göngunnar var að berja hann augum.


 

 
Mér þóttu þó steinrunnu andlitin í klettunum miklu merkilegri. Sérstaklega græni kötturinn sem sést í prófíl sé rýnt aðeins hægra megin við miðja mynd, neðarlega. Kannski er þetta Svíngs?

Ein af mér á leiðinni upp ... kílóamissirinn er að verða uggvænlega augljós! 

Ég er meira fyrir myndir af fólki en fyrirsæturnar máttu lítið vera að því að sitja fyrir. Hér eru þeir feðgarnir kjurir enda vorum við að klára  nestið okkar.

Yfirleitt voru þeir svona ...

Aftur kyrrsettir ... Máni er ekki minni en faðirinn hefur gætt þess að standa hærra ;)

Loks ein af Mána að feta sig yfir frumstæðu brúna yfir Botnsá ... á bakaleiðinni fórum við greiðfæra stíginn hinum megin við ána.

Gert í maí 2010