Myndir Hörpu
 
 
Verslunarmannahelgin 2006

Vaskir karlmenn í Dimmuborgum! (Atli, Nökkvi og Vífill)

Maðurinn sýnir fagran fótlegg a la Britney átrúnaðargoð - í jarðböðunum í Mývatnssveit.

(Vel að merkja á ég myndir sem sýna miklu miklu meira af manninum ... er tilbúin að selja þær X-rated myndir aðdáendum mannsins eða nemendafélaginu, ef vel er boðið ;)

Vala á pallinum með Hólmatind í baksýn.  Ég tók urmul mynda af því gífurlega fagra fjalli en því miður er engin þeirra sérlega góð. Aftur á móti er Vala alltaf jafn sæt og fótógen!

Við mættum mátulega á Neistaflug til að sjá Jón Júlíus og nokkra aðra yfirmáta hrausta karlmenn og konur taka við verðlaunum fyrir Barðsnesshlaupið.  Hér sjást þau hjón, Kristín og Jón, með sína verðlaunapeninga en Kristín lauk Hellisfjarðarhlaupi.  Arnaldur er með á myndinni. 
 

Við systur vorum hins vegar húðlatar í sólinni - ég tek fram að stubburinn við tærnar er ekki eftir mig og einnig að það var maðurinn sem keypti harðfiskinn (sjálf hef ég gerst fiskfriðunarsinni og mótmæli hástöfum að dáin dýr af þeirri tegund séu dregin inn á heimilið!). Nú er ég búin að fatta það trix að halda sígarettunni aftan við þann sem er með á myndinni :)
 

Þarna er verið að fóðra unglingana, á Neskaupsstað.

Það var auðvitað ekki stanslaus gargandi sól alla helgina ... en mér þykir Austfjarðaþokan afskaplega dulúðug og falleg og gaman að sjá hana líka, ekki síður en sólina. Myndin er tekin á Reyðarfirði.
 

Í Borgarfirði eystri spá maðurinn og systirin í heppilega legsteina ...

Í Borgarfirði mátti líka sjá urmul af sjófuglum, þar á meðal lundum.

Á veitingahúsi í Borgarfirði eystri eignaðist Frissi skyndilega fósturson - þessi ungi maður kom vappandi að borðinu og fór fram á að Frissi héldi á sér ... við gátum því miður ekki haft hann með heim því móðir barnsins tók hann af okkur eftir smástund.

Ragna og Frissi í Njarðvíkurskriðum.  Við stoppuðum og sum okkar signdu sig, svona til öryggis.  Á trékrossinum stendur:
"EFFECIEM CHRISTI QUI TRANSIS. PRONUS HONORA ANNO MCCVI."
Við systur höfum ryðgað nokkuð í latínunni en teljum að þetta þýði að hver sá sem fer um skriðurnar skuli fela sig Kristi á vald. (Eins og allir vita heldur hroðalega illskeytt óvættur, Naddi, til í þessum skriðum ...)
 

Nökkvi, Vífill, Sóley og Hjalti litli, á stríðasminjasafninu á Reyðarfirði.

Hefði ég verið upp á mitt besta á þessum tímum hefði ég umsvifalaust skellt mér í ástandið - það er ekki spurning!  Efast þó um að mér hefði tekist að vera jafn gelluleg / ástandsleg og þessi gína ... kannski rétt að taka fram að hún er ekki að þukla sig sjálfa heldur vantar aðra höndina á gínuskinnið og því er úlnliðnum stungið innan klæða. 
 

Loks er svo mynd af Rögnu og Sóleyju og framsýnum álverssinna á Stríðsminjasafninu.

Gert 8. ágúst 2006