Tónlistarsíða Hörpu Hreinsdóttur
 
 
 
 
Þegar leitað er á Vefnum að nótum fyrir píanó kemur upp urmull alls konar síðna. Best er að nota leitarorðin „piano score“, „piano sheets“
eða  „piano sheet music“ í vefleit (t.d. í Google). Í krækjulistanum hér að neðan eru fyrst taldar bitastæðar krækjur en einnig fylgja sérhæfðari síður eða síður þar sem má með lagni finna eitthvað almennilegt. Efnið er ókeypis nema annað sé tekið fram.
 
Vinsæl tónlist

Words & Music, http://www.words3music.ph/. Léttar en skemmtilegar útsetningar og vel uppfærður krækjulisti. Best er að fara beint á http://www.words3music.ph/sheets-pop1.html til að lenda ekki á Google auglýsingum. 

Take a Piano Sheet Music Break, http://www.take-a-piano-sheet-music-break.com/free-piano-sheet-music.html. Veljið af valblaði til vinstri og skrunið aðeins niður síðuna til að sjá nóturnar.

Oldies but Goodies, http://oldiespiano.100free.com/sheets.html. Fáar útsetningar en góðar. 

MusicNotes.com, http://www.musicnotes.com/SheetMusic/index/Piano/Solo/ Bæði ókeypis og seldar nótur.

Pianotte, http://pianotte.szm.com/A.htm , krækir í nótur annars staðar.

Index of /~veenecom/books, http://67.212.178.226/~veenecom/books/ er skráasafn með skönnuðum nótnabókum (pdf-skrám).

ABC Music, http://www.abcmusic.tk/.  Góð síða með nótum fyrir píanó og gítar.

Jeanie's Home Music Studio  er mjög gott fyrir þá sem eru að leita að dægurlögum, sjá http://jeanies_home_studio.tripod.com/id2.html. Safninu er skipt í léttar útsetningar („Easy“) og útsetningar yfir lengra komna („Advanced“) svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

PianoFiles, http://www.pianofiles.com/, er skiptimarkaður með nótur.

Sheet Music Digital, http://www.sheetmusicdigital.com/, er yfirgripsmikið safn, bæði með ókeypis nótum og nótum til sölu.

Great Scores, http://www.greatscores.com/. Nótur til sölu.

Free Hand Music, http://www.freehandmusic.com/. Nótur til sölu.

Klassísk tónlist
 

PianoStreet.com, http://www.pianostreet.com/piano_music/download_1/sheet_1.php

Werner Icking Music Archive, http://icking-music-archive.org/ByComposer.php

Petrucci Music Library, http://imslp.org/

Sheet Music Point, http://sheetmusicpoint.com/,  geymir sönglög og nótur fyrir píanó. Þægilegast er að leita eftir tónskáldi („Browse by Composer“).

Easy Sheet Music, http://www.easysheetmusic.com/default.asp, er, eins og nafnið bendir til, safn léttra útsetninga fyrir píanó. Hlaða má niður þremur verkum á dag.

Easybyte.org er einnig safn af léttum útsetningum, sjá http://www.easybyte.org/.

8Notes.com, http://www.8notes.com/piano/, er safn af ókeypis nótum  fyrir píanó, mest klassík en annað inn á milli. 

Score on Line, http://score-on-line.com/freescores.php, er ókeypis nótnasafn.

Free Scores Com, http://www.free-scores.com/index_uk.php3, er stórt safn ókeypis klassískra nótna.

The Piano Parlor á Musica Viva, http://www.musicaviva.com/piano/index.tpl,  er gagnabanki sem er gaman að leita í. 

The Sheetmusic Archive er safn klassískra verka, fyrir píanó og önnur hljóðfæri. Sjá http://www.sheetmusicarchive.net/index.cfm. Það verður að skrá sig til að geta sótt nótur. Áskrift kostar tæpa 10 dollara á mánuði.

Music Scores.Com, http://www.music-scores.com/composer.php:  Stórt safn klassískra verka, sem ýmist kosta eða eru ókeypis.

Virtual Sheet Music, http://www.virtualsheetmusic.com/. Mest til sölu.

Annað

African-American sheet music 1850-1920, http://lcweb2.loc.gov/ammem/award97/rpbhtml/aasmhome.html;  Þetta er gríðarstórt safn á vegum Brown háskólans.  Hægt er að leita eftir titlum eða hluta úr titli.  Hægt er að prenta út forsíður og nótnasíður, þ.e. heil „nótnahefti“ með hverju lagi. 

Annað svipað safn er The E. Azalia Hackley Collection, http://www.thehackley.org/

The Danish National Digital Sheet Music Archive, http://www.kb.dk/en/nb/samling/ma/digmus/index.html. Annað hvort má skoða hvað hefur verið lagt inn undanfarna mánuði eða fara í orðaleit (höfundar- eða titlaleit) á REX leitarvélinni. Tónlistin er a.m.k. einnar aldar gömul.

Nótnasafn The National Library of Australia, National Library of Australia Digital Collections - Printed Music á  http://www.nla.gov.au/digicoll/music.html geymir margt annað en ástralska tónlist því þar er miðað við útgáfu í Ástralíu. T.d. má nálgast þrjár útgáfur af Crescendo Per Lassons hér :) Það er þægilegast að leita eftir nafni höfundar en líka mjög gaman að byrja að gramsa á forsíðunni.

Historic Sheet Music Collection, 1800-1922, í Library of Congress er eins og nafnið bendir til safn nótna frá þessu tímabili. Efnisflokkað yfirlit er hér

The Sheet Music Project í Project Gutenberg, http://www.gutenberg.org/browse/categories/4. Skiljanlega mest klassík.

Let us provide your Church music, http://www.smallchurchmusic.com/, er safn kristilegrar tónlistar, hvar m.a. má finna útsetningar fyrir píanó.
 
 

Gert í ágúst 2010.