Ég er gift Atla Harðarsyni, heimspekingi og skólameistara. Við eigum tvo syni, þá Mána, f. 1985, og Vífil,  f. 1991.  Fjölskyldan býr að Vallholti 19, Akranesi.

Foreldrar mínir eru Hreinn Ragnarsson, fyrrv. menntaskólakennari, og Guðrún Einarsdóttir, fyrrverandi skrifstofumaður.  Þau búa á Laugarvatni. Systkini mín eru Ragna, starfsmaður AFLs á Reyðarfirði, Freyja, dósent við HÍ og  Einar, sérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu.

Ég hef starfað sem íslenskukennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá 1986, að undanskildum árunum 1996- 1998 en þá kenndi ég við Menntaskólann að Laugarvatni.  Árið 1978 - 1979 kenndi ég í Grunnskólanum í Vík í Mýrdal, þá nýorðin 19 ára, og var reyndar harðákveðin í að gerast aldrei kennari, eftir þá reynslu.  En enginn veit sína ævina fyrr en öll er ...

Vegna síversnandi veikinda varð ég loks að hætta að kenna. Frá desemberbyrjun 2009 var ég í veikindaleyfi og er nú öryrki af völdum þunglyndis.

Önnur störf:  Ég vann á árum áður alls konar aukastörf með kennslu, t.d.  ýmis hlutastörf  fyrir Þróunarsvið Menntamálaráðuneytisins fyrir nokkrum árum.  Þau störf fólust m.a. í að verkstýra vinnu við evrópskt samvinnuverkefni á vegum Evrópska skólanetsins, sjá http://www.this.is/valnet. Áður var ég  e-Schola tengill og ENIS stjórnandi fyrir hönd sömu aðila (MRN og EUN). Svo hef ég stjórnað Comenius-verkefni fyrir FVA, unnið í Nordmål-verkefni fyrir ML, séð um erlend samskipti fyrir FVA (Leonardo, Nordplus junior o.þ.h. verkefni), unnið fjölmörg þróunarverkefni á sviði upplýsingatækni í skólastarfi, kennt á námskeiðum fyrir kennara o.s.fr. 
 
Menntun:  MA í íslenskum bókmenntum, M.Paed. í íslensku, BA í íslensku + UK, frá HÍ.
Diploma í Upplýsingatækni í menntun og skólastarfi, frá KHÍ.
Urmull af  námskeiðum tengdum íslensku eða upplýsingatækni.

 

 
Uppfært í febrúar 2012.